Forsíða

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun.

Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.


Bókaðu kynningu – þú skiptir máli!

 


Fylgdu okkur á Facebook

Nýjustu Facebook fréttir:

Kæru félagarBestu þakkir fyrir frábæra viku. Við fórum á sunnudaginn á aðventuhátíðina að Laugalandi í Holtum og nutum þess að eiga stund saman. Við höfum verið að ganga frá og taka til í vikunni og skreyta fyrir jólin. Við fengum nýja eldavél í dag og í næstu viku getum við byrjað að baka smákökur og fylla húsið af jólailmi. Við verðum með opið hús alla daga fram að jólum – mánudaga til fimmtudaga frá 8:30-15:00 þar sem fólk getur komið og keypt vörurnar okkar. Endilega látið fólk vita. Jólahlaðborðið okkar verður miðvikudaginn 10. desember, skráning á töflunni á 1. hæð. Það hefst kl. 11:30 að vanda. Fjóla forstöðukona aðstoðar ykkur við umsóknir í sjóðinn góða fyrir jólin, þau sem eiga eftir að sækja um geta fengið aðstoð á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Umsóknafrestur er til og með 10. des. Það kom hugmynd frá félaga að setja upp hugmyndakassa þar sem hægt er að koma með nafnlausar ábendingar eða hugmyndir. Væri gaman að föndra hann í iðjunni okkar og setja hann upp á góðum stað. Það kom einnig hugmynd um að fara aftur af stað með kærleikshringinn okkar góða og skulum setja hann aftur á dagskrá eftir áramót 🙂Við minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun klukkan 14.00Sjáumst hress eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða og gleðilega viku. Í dag komu tveir nemar til okkar og fræddust um starfssemi Strók og munu vinna lokaverkefni sitt um okkar góðu starfssemi. Í vikunni erum við búin að vera að undirbúa okkur fyrir markaðinn sem við verðum með á sunnudaginn að Laugalandi. "Kvenfélagið Eining í Holtum stendur fyrir árlegri aðventuhátíð félagsins fyrsta sunnudag í aðventu, þann 30. nóvember nk. kl. 13:00 – 16:00. Hátíðin er haldin að Laugalandi í Holtum."Við hittumst klukkan 12:00 í Laugalandi til þess að stilla upp fyrir markaðinn. Fjóla forstöðukona mætir í Strók klukkan 11:00 og tekur allar vörurnar í sinn bíl og keyrir með upp eftir. Minni á félagahittinginn á morgun kl. 14:00 í GK bakarí.Sjáumst hress á sunnudaginn þið sem komist og við hin sjáumst eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu og innilegustu þakkir fyrir frábæra viku. Það er virkilega notalegt að koma hingað á morgnana í myrkrinu og sjá fallegu jólaljósin okkar. Vinnan í iðjunni hefur gengið vel og er allt fullt af allskonar listaverkum hér. Við keyptum tölvu og nýja eldavél fyrir styrkinn sem kvenfélag Grímsneshrepps færði okkur í seinustu viku og þökkum við enn og aftur fyrir okkur. Næsta vika fer í að undirbúa okkur fyrir aðventuhátíðina á Laugalandi í Holtum sem fram fer 30. nóvember á milli kl. 13:00 til 16:00. Við verðum með okkar varning til sölu og má þar nefna jólamyndir á spýtum, steypta sveppi og aðrar fígúrur, málverk, handsaumuð kort, fjölnota poka, hrísgrjóna herðastykki, málaða steina, leðurvörur, prjónavörur, heklaða dúka og kertastjaka. Minni á félagahittinginn í GK bakarí kl. 14:00 á morgun.Sjáumst hress og kát eftir helgi. See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarTakk fyrir frábæra viku. Við settum upp jólaljósin og héldum áfram að vinna að verkefnum fyrir basarinn sem verður 27. nóvember í Grænumörk og basarinn 30. nóvember í Laugalandi í Holtum.Við fengum veglegan styrk frá Kvenfélagi Grímsneshrepps í dag fyrir nýrri eldavél og nýrri tölvu. Við sendum þeim öllum okkar bestu og innilegustu þakkir fyrir velvildina í okkar garð og rausnarlegan styrk. Við minnum á félagahittinginn á eftir kl. 14:00 í GK bakarí. Sjáumst hress eftir helgi 🙂 See MoreSee Less
View on Facebook
Klúbburinn Strókur
Kæru félagarBestu þakkir fyrir góða viku. Það var verið að sauma fjölnota poka í borðstofunni, sauma kort og búa til kerti í Hannesarholti, prjóna og spjalla í setustofunni, búa til lampa í þvottahúsinu og allir hinir á fullu í iðjunni á 2. hæð að mála, föndra, teikna og vinna með leður. Öflugt og skapandi fólk. Í næstu viku setjum við upp jólaljósin og höldum áfram að vinna að okkar verkefnum. Það var brotist inn hjá okkur á aðfaranótt fimmtudags en sem betur fer engu stolið en gluggi sem spenntur var upp þurfti að laga. Sigþór stórvinur okkar og smiður gekk strax í verkið og er glugginn kominn í lag. Málið er komið til lögreglu ásamt því að farið var yfir allann öryggisbúnað í húsi og myndavélakerfi. Við minnum á félagahittinginn í GK bakarí á morgun kl. 14:00.Góða helgi til allra. See MoreSee Less
View on Facebook
Verified by MonsterInsights